Problem F
Load
Languages
en
is
Ein leið til að reikna afköst í ræktinni er að skoða heildarvinnu, eða load á ensku. Þá er skoðað hversu miklu er lift samtals á æfingunni.
Í ræktinni gerir maður æfingar. Fyrir hverja æfingu er framkvæmt tiltekinni fjöldi setta. Hvert sett inniheldur síðan einhvern fjölda endurtekninga. Því fæst að ef $k$ sett eru framkvæmd og hvert sett inniheldur $m$ endurtekningar, þá er æfingin endurtekin $k \cdot m$ sinnum í heildina. Ef æfingin er framkvæmd með $w$ kíló þyngd þá er heildarvinna æfingunnar $k \cdot m \cdot w$.
Nú ert þú búinn í ræktinni, en þú ert ekki sáttur við framistöðuna þína. Þig langar að umraða þyngdunum sem þú lyftir til að ganga í augun á vinum þínum. Hver er mesta heildarvinnan sem þú getur búið til úr ræktarferðinni þinni?
Útskýring á sýniinntaki $1$
Eins og stendur er heildarvinnan á æfingunni þinni $2 \cdot 15 \cdot 7 + 3 \cdot 8 \cdot 50 + 3 \cdot 6 \cdot 50 + 1 \cdot 3 \cdot 110 = 2640$. En ef skipt er á þyngdunum í fyrstu of síðustu æfingunni fæst $2 \cdot 15 \cdot 110 + 3 \cdot 8 \cdot 50 + 3 \cdot 6 \cdot 50 + 1 \cdot 3 \cdot 7 = 5421$.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 10^5$). Síðan koma $n$ línur sem hver inniheldur þrjár heiltölur $k$, $m$ og $w$ ($1 \leq k, m \leq 100$, $1 \leq w \leq 10^5$). Hver þessara lína svara til einnar æfingar sem þú tókst í ræktinni í dag, $k$ er fjöldi setta, $m$ er fjöldi endurtekininga í hverju setti og $w$ er þyngdin sem þú lyftir.
Úttak
Úttakið skal innihalda eina heiltölu, mestu heildarvinnuna sem þú getur fengið með því að umraða þyngdunum.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 2 15 7 3 8 50 3 6 50 1 3 110 |
5421 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
2 4 6 30 4 3 60 |
1800 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
5 3 8 50 4 6 20 4 6 30 3 1 200 3 15 5 |
11415 |
Sample Input 4 | Sample Output 4 |
---|---|
3 100 100 100000 100 100 100000 100 100 100000 |
3000000000 |