Hide

Problem I
Karaoke

Languages en is

Þið vinirnir hafið ákveðið að fara saman í karaoke. Þið eruð búin að velja $n$ lög sem þið ætlið að syngja og þar sem þú ert yngstur í vinahópnum færð þú fyrsta val á lögum til að syngja. Eftir að hafa lesið listann ertu búinn að úthluta hverju lagi einkunn eftir því hvað þér finnst vera mikil stemming í laginu. Þú ert búinn að ákveða að lögin sem þú syngur þurfa að vera í annað hvort vaxandi eða minnkandi einkunnarröð. Svo þú getur sungið lög með stemmingareinkunnir $1, 3, 5$ og $3, 2, 1$, en ekki $5, 7, 1$ og $2, 2$. Einnig vilt þú syngja sem flest lög. Hvað getur þú sungið mörg lög fylgjandi þessum reglum?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 10^5$). Næsta lína inntaksins inniheldur $n$ heiltölur $x$ ($1 \leq x \leq 10^9$), þar sem $j$-ta slíka talan svarar til einkunnarinnar á $j$-ta laginu á listanum.

Úttak

Úttakið skal innihalda eina heiltölu, mesta fjölda laga sem þú getur sungið.

Sample Input 1 Sample Output 1
6
3 4 2 5 1 6
4
Sample Input 2 Sample Output 2
5
1 2 1 2 1
2
Sample Input 3 Sample Output 3
10
1 2 1 3 4 5 6 7 1 8
8
Sample Input 4 Sample Output 4
7
7 5 6 4 3 1 2
5

Please log in to submit a solution to this problem

Log in