Problem C
Önnur tilgáta Goldbachs
Languages
en
is
Heiltalan $P$ er kölluð frumtala ef einu heiltölurnar sem ganga upp í hana eru $1$ og $p$ sjálf. Til dæmis er $20$ ekki frumtala, því heiltalan $5$ gengur upp í hana. Aftur á móti er $11$ frumtala, því aðeins $1$ og $11$ ganga upp í $11$.
Fræg tilgáta um frumtölur er Tilgáta Goldbachs, en hún segir:
Allar sléttar heiltölur stærri en $2$ er hægt að tákna sem summu tveggja frumtalna.
Þessi tilgáta er frá árinu 1742. Enn þann dag í dag hefur engum tekist að sanna tilgátuna, né koma með mótdæmi gegn henni. Okkur datt í hug að láta ykkur sanna hana hér í dag, en það væri of auðvelt.
Við kynnum heldur erfiðari tilgátu þekkt sem Önnur tilgáta Goldbachs:
Allar oddatölur stærri en $5$ er hægt að tákna sem summu þriggja frumtalna.
Í þessu verkefni gefum við oddatöluna $N$ sem er stærri en $5$. Við biðjum þig að finna þrjár frumtölur $P_1$, $P_2$, $P_3$ þannig að $P_1 + P_2 + P_3 = N$, eða tilkynna okkur að $N$ brjóti Aðra kenningu Goldbachs.
Inntak
Inntakið inniheldur eina oddatölu $N > 5$.
Úttak
Skrifið út þrjár frumtölur aðskildar með einu bili þar sem summa þeirra er $N$. Ef það eru margir möguleikar megið þið skrifa hvern þeirra sem er. Ef engar slíkar tölur eru til, skrifið þá út Neibb.
Útskýring á sýnidæmum
Í fyrsta sýnidæminu er $N = 65$. Ef þú skoðar úttakið sérðu að allar tölurnar eru frumtölur og summa þeirra $65$. Þessar tölur geta komið út í hvaða röð sem er. Aðrar mögulegar lausnir eru 11 37 17 og 11 11 43.
Stigagjöf
Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.
Hópur |
Stig |
Inntaksstærð |
1 |
15 |
$N \le 31$ |
2 |
20 |
$N \le 500$ |
3 |
20 |
$N \le 10^4$ |
4 |
25 |
$N \le 2 \cdot 10^8$ |
5 |
20 |
$N \le 10^{18}$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
65 |
2 2 61 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
14846458157 |
5 11 14846458141 |